Skip to main content

Upphitun fyrir sumarið!


Eldgos á Fimmvörðuhálsi!


Gosúlan tignarleg séð frá jöklinum.

Fallegt sólarlag á Mýrdalsjökli.

Kallinn á leiðinni yfir jökulinn, gosið í baksýn.
Andrés var svo heppin að komast upp að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi fyrr á þessu ári og svo nálægt að hann hefði getað snert hraunmolana þegar þeir spýttust upp úr gossprungunni. Þetta sýndi honum svo um munaði hvernig átök íss og elda kljást í stórbrotinni náttúru Íslands. Ferðin tók 12 tíma og vorum við þarna frá 23.15, þegar við komum að gosinu og heim í bólið komust við ekki fyrr en um kl. 04.30 um morguninn! Þetta var stórkostleg upplifun og varð þess valdandi að útivistarbakterían endanlega tók sér bólfestu í kappanum. Hér birtast nokkrar myndir sem teknar voru í ferðinni ykkur lesendum til yndisauka og vonandi birtst fyrsta ferðasaga gönguklúbbsins OFAR árið 2010 von bráðar þegar félagarnir verða búnir að smyrja nestið, pússa skóna og strauja föðurlandið! Njótið vel, og munið, gönguferðir um náttúru Íslands er ein ódýrasta, fjölbreyttasta, heislusamlegasta og besta skemmtun sem völ er á!


Mættur á svæðið um kl. 23.15 miðvikudagskvöldið 10 apríl ásamt Valla mági!

Bílar streymdu að úr öllum áttum og stöðugur straumur gangandi var enn að koma frá Skógum.

Þetta minnti svolítið á bílabíó!

Ég og Valli rétt áður en haldið var heim.
















Comments

Popular posts from this blog

Lali og Reykjaborg

Stutt gönguæfing var tekin 1. júlí sem liður í undirbúningi fyrir Leggjabrjót sem stefnt er á að ganga um helgina. Mættir voru 2 garpar úr klúbbnum að þessu sinni, Andrés og Sveinn. Júlli gönguhundur er í sjúkraleyfi og Alfreð var löglega afsakaður vegna vinnutarnar. Mynd fengin af www.ja.is/kortavefur Lagt var af stað frá malarstæði við húsið Hvoll rétt við Reykir og Suður-Reykir í botni Mosfellsbæjar og gengið eftir hestastíg meðfram Uxamýri. Síðan var beygt snarlega af leið og haldið upp á Hádegisfell og þaðan yfir Borgardal og stefnan tekin á hnúkinn Lala (244 m). Gott útsýni er af honum yfir sveit og byggð og gaman að koma á nýja staði og sjá hlutina í allt öðru og nýju ljósi. Eftir stutt stopp og spjall var gengið í átt að Bjarnarvatni og beygt upp á Reykjaborg. Þegar hér var komið var langt liðið á kvöld og því ákveðið að menn væru í góðu formi fyrir Leggjabrjótinn. Því var tekin bein lína í átt að Mosfellsbæ og gengið að bílastæðinu. Engin var tekin kaffistofan enda fáliðað í

Að leggja, Vörðuskeggja!

Sunnudaginn 10. maí var lagt af stað frá Grafarvoginum áleiðis upp á Hafravatn þaðan sem leið lá á Nesjavallaveg áleiðis í Dyradal. Nú skyldi tekið á því og Vörðuskeggi kláraður enda sat það enn í félagsmönnum OFAR þegar að frá varð að hverfa þegar reynt var við hann í febrúar síðastliðnum. Mikil stemming var í hópnum enda 4 meðlimurinn, Birgir, mættur á svæðið í sína fyrstu ferð með klúbbnum og að auki voru Ellen og Stefnir líka með og auðvitað Júlli fjallagarpur. Veður var ágætt á láglendi þegar á bílastæðið við Dyradal var komið en þungbúið og hálfsvalt yfir og skýjað í fjalli þannig að göngufólk klæddi sig vel upp áður lagt yrði af stað. Síðan var strikið tekið yfir veginn og haldið af stað í áttina að Vörðuskeggja. Ekki var löng ganga að baki þegar að Andrés fann „…höfuð af hrúti, hrygg og gæruskinn“ eins og segir í laginu um krumma kallinn og krunkaði hann á hina göngugarpana til að skoða gripinn. Voru teknar myndir í minningarbókina um fallin félaga í fjallaferðum enda íslenskar

Nú var farið í keilu, nei fyrirgefið, á Keilir!

3D mynd af gönguleiðinni ( Google Earth! ) Þessi ferð var með öðru sniði en hinar 4 sem meðlimir gönguklúbbsins höfðu farið áður. Að þessu sinni var ákveðið að gera þetta að nokkurs konar fjölskylduferð. Ellen, Þorgerður Erla, Gunnhildur og Stefnir ætluðu nú að koma með okkur og að sjálfsögðu Júlli garpur og var búið að ákveða að fara á Keilir á Reykjanesinu. Það er sem sagt keilulaga fjallið sem blasir við þegar maður er á fleygiferð eftir Reykjanesbrautinni, oftast á leið úr landi eða á heimleið eftir reisu til „útlandsins“. Því miður var Stefnir veikur og komst ekki með að þessu sinni. Góð stór "svindl" panoramamynd af Keili, tekin af Andrési: Nú var ákveðið að úrið hans Alfreds réði för enda hafði hann niðurhalað GPS gönguleið sem hann hafði fundið á netinu (þessi leið er í boði Leifs Hákonarson og finnst á Wikiloc.com: Takk Leifur!): Þegar búið var að smala saman öllu liðinu rúmlega kl. 09.00 var haldið sem leið lá á Reykjanesbrautina. Þegar keyrt var framhjá Kúagerði