Skip to main content

Posts

Showing posts from July, 2010

Í hæstu hæðum á Hátindi

Jahú!! Loksins var komið að því að Gönguklúbburinn OFAR færi í sína fyrstu formlegu gönguferð árið 2010. Ekki ráð nema í tíma sé tekið, árið farið að síga á seinni hlutann J . Ákveðið var að taka smá upphitunargöngu fyrir frekari landvinninga ársins og stefnan tekin á Esjuna, nánar tiltekið á Hátind , sem eitt sinn var talinn hæsti tindur Esjunnar (909 m) en síðar var bungan, sem ber nafnið Hábunga, ofan Gunnlaugsskarðs mæld 914 m. Fyrir þá sem ekki vita að þá er í Kjalnesinga sögu talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð og hafa menn þá leitt að því líkur að nafnið sé írskt að uppruna. Sennilegri skýring er þó að orðið sé komið úr norrænu, en það er meðal annars þekkt í Noregi, og merkir „flögusteinn“. Esjan er syðsta blágrýtisfjall á Íslandi. Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í