Skip to main content

Posts

Showing posts from October, 2009

Súludans á Syðstusúlu

Fyrir rúmri viku var haldinn fundur hjá Ofar hópnum og línur lagðar fyrir komandi haust. Ákveðið var að fyrsta verð vetrarins yrði ekki af verri endanum og haldið skyldi á Syðstusúlu sem allra fyrst. Í framhaldinu myndi svo vera farið á Skessuhorn, Hvalfell og svo gengið á Akrafjall í byrjun desember. Þannig myndum við ná að klífa fjóra toppa fyrir lok ársins og töldum við okkur bara nokkuð góða ef það myndi takast. Komnir á topp Syðstusúlu: Fyrsta ferðin var semsagt á Syðstusúlu, sem er hæsti tindur Botnsúlanna, sem eru nokkurnveginn á miðri leiðinni milli Þingvalla og botns Hvalfjarðar. Gönguleiðin þarna á milli er kölluð Leggjabrjótur en hún liggur frá Svartagili, sunnan við Súlnagil (sem er mjög mikilvægt, enda erfitt gil yfirferðar), eftir Öxarárdal, í áttina að Myrkavatni, norðan við Sandvatn og niður í Hvalfjörð. Lögðu Andrés, Sveinn og Alfred af stað úr Grafarvoginum strax upp úr klukkan 9 í morgun. Byrjað var á að sækja göngugarpinn Guðmund Þór við bensínstöðina Essó í Mosfell