Skip to main content

Posts

Showing posts from 2009

Hvellir við Hvalfell

VIÐBÓT 1.12.2009 : FLEIRI MYNDIR ÚR FERÐINNI HÉR! Ætlunin hafði verið að fara yfir Skarðsheiðina og upp á Skessuhorn þessa helgina en sökum forfalla í Gönguklúbbnum Ofar var ákveðið að fresta því til betri tíðar. Í staðinn var ákveðið að nota hið góða veður sem spáð hafði verið (og stóðst líka svona vel) og skella sér þess í stað upp á Glym og þaðan upp á Hvalfellið . Að þessu sinni voru það Andrés, Alfreð og Reynir sem hittust á formlegum mótstað klúbbsins í Grafarvogi og var lagt af stað kl. 09.07 stundvíslega áleiðis í Hvalfjörðinn. Þar var áð stuttlega í sumarbústað hvar Júlli nokkur ferfætlingur lá í mestu makindum og hafði það huggulegt. Nú skyldi garpurinn fá að koma með og spretta úr spori. Veglegt morgunverðarhlaðborð beið ferðalanganna og var tekið hraustlega til matar og skellt í sig kaffifant eða tveim enda veitti ekki af allri orku fyrir ferðina. Eftir góðar trakteringar var brunað í botn Hvalfjarðar og bílnum lagt á bílastæðinu við bæinn Stóra Botn. Þaðan var lagt

Súludans á Syðstusúlu

Fyrir rúmri viku var haldinn fundur hjá Ofar hópnum og línur lagðar fyrir komandi haust. Ákveðið var að fyrsta verð vetrarins yrði ekki af verri endanum og haldið skyldi á Syðstusúlu sem allra fyrst. Í framhaldinu myndi svo vera farið á Skessuhorn, Hvalfell og svo gengið á Akrafjall í byrjun desember. Þannig myndum við ná að klífa fjóra toppa fyrir lok ársins og töldum við okkur bara nokkuð góða ef það myndi takast. Komnir á topp Syðstusúlu: Fyrsta ferðin var semsagt á Syðstusúlu, sem er hæsti tindur Botnsúlanna, sem eru nokkurnveginn á miðri leiðinni milli Þingvalla og botns Hvalfjarðar. Gönguleiðin þarna á milli er kölluð Leggjabrjótur en hún liggur frá Svartagili, sunnan við Súlnagil (sem er mjög mikilvægt, enda erfitt gil yfirferðar), eftir Öxarárdal, í áttina að Myrkavatni, norðan við Sandvatn og niður í Hvalfjörð. Lögðu Andrés, Sveinn og Alfred af stað úr Grafarvoginum strax upp úr klukkan 9 í morgun. Byrjað var á að sækja göngugarpinn Guðmund Þór við bensínstöðina Essó í Mosfell

Lali og Reykjaborg

Stutt gönguæfing var tekin 1. júlí sem liður í undirbúningi fyrir Leggjabrjót sem stefnt er á að ganga um helgina. Mættir voru 2 garpar úr klúbbnum að þessu sinni, Andrés og Sveinn. Júlli gönguhundur er í sjúkraleyfi og Alfreð var löglega afsakaður vegna vinnutarnar. Mynd fengin af www.ja.is/kortavefur Lagt var af stað frá malarstæði við húsið Hvoll rétt við Reykir og Suður-Reykir í botni Mosfellsbæjar og gengið eftir hestastíg meðfram Uxamýri. Síðan var beygt snarlega af leið og haldið upp á Hádegisfell og þaðan yfir Borgardal og stefnan tekin á hnúkinn Lala (244 m). Gott útsýni er af honum yfir sveit og byggð og gaman að koma á nýja staði og sjá hlutina í allt öðru og nýju ljósi. Eftir stutt stopp og spjall var gengið í átt að Bjarnarvatni og beygt upp á Reykjaborg. Þegar hér var komið var langt liðið á kvöld og því ákveðið að menn væru í góðu formi fyrir Leggjabrjótinn. Því var tekin bein lína í átt að Mosfellsbæ og gengið að bílastæðinu. Engin var tekin kaffistofan enda fáliðað í

Búnir með Búrfell (1)

Vaskir sveinar tóku sig til á Hvítasunnudag og ákváðu að takast á við Búrfell í Grafningi. Ekki þótti sumum það vera verðugt klifur fyrir hina ógurlegu ofar menn, en þegar einn meðlimur ákvað að næla sér í flensuskot daginn áður, var metnaðurinn aðeins látinn víkja fyrir votti af skynsemi og fyrsta fjallaklifur á fjall sem sést ekki frá höfuðborgarsvæðinu komst á dagskrá. Það sem vakti áhuga á þessu fjalli var m.a. það að heyrst hafði að það væri stöðuvatn ofan á fjallinu. Búrfell liggur norðan við Grímsnes og stendur við Úlfljótsvatn, sem er eiginlega uppistöðulón Ljósafossvirkjunar og blasir við þeim sem hafa komið að svæði skátanna við það vatn. Fjallið er um það bil 530 metra hátt samkvæmt ja.is og svo sem engin hóll. Veðrið lofaði mjög góðu því að þrátt fyrir smá skúrir í Reykjavíkinni, var ekki hægt að sjá annað en að dagurinn yrði að mestu bjartur og sólríkur. Þetta virtist því ætla að verða fyrsta ferðin í sumarfæri, sem var ekki slæmt því að hengilsferðin, sem farin var 3 vik

Að leggja, Vörðuskeggja!

Sunnudaginn 10. maí var lagt af stað frá Grafarvoginum áleiðis upp á Hafravatn þaðan sem leið lá á Nesjavallaveg áleiðis í Dyradal. Nú skyldi tekið á því og Vörðuskeggi kláraður enda sat það enn í félagsmönnum OFAR þegar að frá varð að hverfa þegar reynt var við hann í febrúar síðastliðnum. Mikil stemming var í hópnum enda 4 meðlimurinn, Birgir, mættur á svæðið í sína fyrstu ferð með klúbbnum og að auki voru Ellen og Stefnir líka með og auðvitað Júlli fjallagarpur. Veður var ágætt á láglendi þegar á bílastæðið við Dyradal var komið en þungbúið og hálfsvalt yfir og skýjað í fjalli þannig að göngufólk klæddi sig vel upp áður lagt yrði af stað. Síðan var strikið tekið yfir veginn og haldið af stað í áttina að Vörðuskeggja. Ekki var löng ganga að baki þegar að Andrés fann „…höfuð af hrúti, hrygg og gæruskinn“ eins og segir í laginu um krumma kallinn og krunkaði hann á hina göngugarpana til að skoða gripinn. Voru teknar myndir í minningarbókina um fallin félaga í fjallaferðum enda íslenskar