Skip to main content

Posts

Showing posts from May, 2010

Upphitun fyrir sumarið!

Eldgos á Fimmvörðuhálsi! Gosúlan tignarleg séð frá jöklinum. Fallegt sólarlag á Mýrdalsjökli. Kallinn á leiðinni yfir jökulinn, gosið í baksýn. Andrés var svo heppin að komast upp að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi fyrr á þessu ári og svo nálægt að hann hefði getað snert hraunmolana þegar þeir spýttust upp úr gossprungunni. Þetta sýndi honum svo um munaði hvernig átök íss og elda kljást í stórbrotinni náttúru Íslands. Ferðin tók 12 tíma og vorum við þarna frá 23.15, þegar við komum að gosinu og heim í bólið komust við ekki fyrr en um kl. 04.30 um morguninn! Þetta var stórkostleg upplifun og varð þess valdandi að útivistarbakterían endanlega tók sér bólfestu í kappanum. Hér birtast nokkrar myndir sem teknar voru í ferðinni ykkur lesendum til yndisauka og vonandi birtst fyrsta ferðasaga gönguklúbbsins OFAR árið 2010 von bráðar þegar félagarnir verða búnir að smyrja nestið, pússa skóna og strauja föðurlandið! Njótið vel, og munið, gönguferðir um náttúru Íslands er ein ódýrasta, fjölbreytta