Skip to main content

Posts

Showing posts from February, 2009

Hengill í hyllingum

3D mynd af gönguleiðinni ( Google Earth! ) Í annað sinn tók Gönguhópurinn Ofar sig til og gekk til fjalla. Aftur mættu til göngu Alfred, Sveinn og Andrés en sérleg vöntun var í Júlla kallinum en hann hafði farið í sumarbústað um helgina og gat því ekki komið með. Einnig söknuðum við Bigga, eða kóngsins eins og einn göngumanna kallaði hann í ferðinni. Sveinn og Andrés sposkir á svip í upphafi ferðar: En í þetta sinn var stefnt að því að ganga á Hengil. Eftir að hafa rýnt í bók Ara Trausta og Péturs Þorleifssonar, Gönguleiðir á 151 tind, var ákveðið að leggja fyrr af stað en gert var síðast. Keyrt var af stað úr Vesturbænum strax klukkan níu um Sunnudagsmorguninn en sækja þurfti félaga bæði í Breiðholtið og Grafarvoginn. Þegar allir voru komnir í bílinn var stefnt út úr bænum. Keyrt var rakleiðis austur að Hveradölum en ákveðið að beygja hjá skíðaskálanum og skoða nýju virkjunina og svæðið í kring. Eftir einhverja rannsóknavinnu þóttumst við vera á réttum stað og áttum bara eftir að tak

Gengið á Vífilsfell í blíðskaparveðri

3D mynd af gönguleiðinni ( Google Earth! ) Gönguhópurinn Ofar tók sig saman og gekk á Vífislfellið í dag. Í för voru Sveinn, Andrés, Alfred og Júlli kallinn - en þetta er allir meðlimir félagsins eins og er. Fleiri vinir höfðu verið kallaðir til en náðu ekki á fætur áður en lagt var í'ann. Enda var lagt á stað eldsnemma eða um 10 leitið ofan úr Breiðholti :-) Andrés, Sveinn og Júlli í pásu á leiðinni upp : Keyrt var úr bænum á forláta Mitsubishi Colt í eigu Andrésar. Bensínið í botn og þrusað í suðaustur átt þar sem við vissum að við ættum að beygja til hægri næstu beygju eftir Bláfjallarafleggjaranum. En þegar þangað var komið vorum við samt ekki vissir um hvort við værum á réttum stað - sumir þóttust þekkja LÍV-R skiltið og að þar með hlytum við að vera á réttum stað :-) Við keyrðum áfram eftir afleggjaranum og Coltinn stóð sig eins og hetja þótt dálítill snjór væri á veginum. Þegar í námurnar við enda afleggjarans var komið ákváðum við að snúa við og finna besta staðinn til að