Skip to main content

Posts

Showing posts from 2010

Í hæstu hæðum á Hátindi

Jahú!! Loksins var komið að því að Gönguklúbburinn OFAR færi í sína fyrstu formlegu gönguferð árið 2010. Ekki ráð nema í tíma sé tekið, árið farið að síga á seinni hlutann J . Ákveðið var að taka smá upphitunargöngu fyrir frekari landvinninga ársins og stefnan tekin á Esjuna, nánar tiltekið á Hátind , sem eitt sinn var talinn hæsti tindur Esjunnar (909 m) en síðar var bungan, sem ber nafnið Hábunga, ofan Gunnlaugsskarðs mæld 914 m. Fyrir þá sem ekki vita að þá er í Kjalnesinga sögu talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð og hafa menn þá leitt að því líkur að nafnið sé írskt að uppruna. Sennilegri skýring er þó að orðið sé komið úr norrænu, en það er meðal annars þekkt í Noregi, og merkir „flögusteinn“. Esjan er syðsta blágrýtisfjall á Íslandi. Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í

Upphitun fyrir sumarið!

Eldgos á Fimmvörðuhálsi! Gosúlan tignarleg séð frá jöklinum. Fallegt sólarlag á Mýrdalsjökli. Kallinn á leiðinni yfir jökulinn, gosið í baksýn. Andrés var svo heppin að komast upp að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi fyrr á þessu ári og svo nálægt að hann hefði getað snert hraunmolana þegar þeir spýttust upp úr gossprungunni. Þetta sýndi honum svo um munaði hvernig átök íss og elda kljást í stórbrotinni náttúru Íslands. Ferðin tók 12 tíma og vorum við þarna frá 23.15, þegar við komum að gosinu og heim í bólið komust við ekki fyrr en um kl. 04.30 um morguninn! Þetta var stórkostleg upplifun og varð þess valdandi að útivistarbakterían endanlega tók sér bólfestu í kappanum. Hér birtast nokkrar myndir sem teknar voru í ferðinni ykkur lesendum til yndisauka og vonandi birtst fyrsta ferðasaga gönguklúbbsins OFAR árið 2010 von bráðar þegar félagarnir verða búnir að smyrja nestið, pússa skóna og strauja föðurlandið! Njótið vel, og munið, gönguferðir um náttúru Íslands er ein ódýrasta, fjölbreytta