Skip to main content

Posts

Showing posts from May, 2009

Búnir með Búrfell (1)

Vaskir sveinar tóku sig til á Hvítasunnudag og ákváðu að takast á við Búrfell í Grafningi. Ekki þótti sumum það vera verðugt klifur fyrir hina ógurlegu ofar menn, en þegar einn meðlimur ákvað að næla sér í flensuskot daginn áður, var metnaðurinn aðeins látinn víkja fyrir votti af skynsemi og fyrsta fjallaklifur á fjall sem sést ekki frá höfuðborgarsvæðinu komst á dagskrá. Það sem vakti áhuga á þessu fjalli var m.a. það að heyrst hafði að það væri stöðuvatn ofan á fjallinu. Búrfell liggur norðan við Grímsnes og stendur við Úlfljótsvatn, sem er eiginlega uppistöðulón Ljósafossvirkjunar og blasir við þeim sem hafa komið að svæði skátanna við það vatn. Fjallið er um það bil 530 metra hátt samkvæmt ja.is og svo sem engin hóll. Veðrið lofaði mjög góðu því að þrátt fyrir smá skúrir í Reykjavíkinni, var ekki hægt að sjá annað en að dagurinn yrði að mestu bjartur og sólríkur. Þetta virtist því ætla að verða fyrsta ferðin í sumarfæri, sem var ekki slæmt því að hengilsferðin, sem farin var 3 vik

Að leggja, Vörðuskeggja!

Sunnudaginn 10. maí var lagt af stað frá Grafarvoginum áleiðis upp á Hafravatn þaðan sem leið lá á Nesjavallaveg áleiðis í Dyradal. Nú skyldi tekið á því og Vörðuskeggi kláraður enda sat það enn í félagsmönnum OFAR þegar að frá varð að hverfa þegar reynt var við hann í febrúar síðastliðnum. Mikil stemming var í hópnum enda 4 meðlimurinn, Birgir, mættur á svæðið í sína fyrstu ferð með klúbbnum og að auki voru Ellen og Stefnir líka með og auðvitað Júlli fjallagarpur. Veður var ágætt á láglendi þegar á bílastæðið við Dyradal var komið en þungbúið og hálfsvalt yfir og skýjað í fjalli þannig að göngufólk klæddi sig vel upp áður lagt yrði af stað. Síðan var strikið tekið yfir veginn og haldið af stað í áttina að Vörðuskeggja. Ekki var löng ganga að baki þegar að Andrés fann „…höfuð af hrúti, hrygg og gæruskinn“ eins og segir í laginu um krumma kallinn og krunkaði hann á hina göngugarpana til að skoða gripinn. Voru teknar myndir í minningarbókina um fallin félaga í fjallaferðum enda íslenskar