Skip to main content

Posts

Showing posts from March, 2009

Á maganum upp Helgafell

3D mynd af gönguleiðinni ( Google Earth! ) Jæja, eftir að hafa misst úr síðustu helgi þá var farið af stað enn og einu sinni. Í þetta sinn vorum við bara nokkuð mörg, alls voru mætt Andrés og Júlli, Sveinn og Stefnir og Alfred og Ellen. Við höfðum ætlað okkur að fara í göngu aðra hverja helgi en slepptum síðustu helgi vegna þess að Andrés hafði farið í aðgerð sem hafði með öndunarveginn að gera. Einnig vegna þessa þá var ákveðið að fara stutt og á frekar lágt fjall - á endanum varð Helgafellið í Hafnafjarðarhrauninu fyrir valinu. Hópmynd á toppi Helgafells: Leiðin sem við ætluðum að fara í dag var þessi: Leiðin sem við fórum var þessi: Ekki nema vona að úrið væri sífellt pípandi eitthvað um að við værum á rangri leið :-) Annars tóku strákarnir Andrés og Sveinn myndir í þessari ferð og hef ég ekki fengið þær til mín enn. Þegar myndirnar eru komnar í hús þá mun ég klára textann en þangað til verðið þið bara að njóta GPS skrárinnar sem ég er nú búinn að setja á Wikiloc - sjá hlekkinn hér