Skip to main content

Posts

Showing posts from April, 2009

Þeir fóru á Móskarðahnúk í Hnúkaþey

3D mynd af gönguleiðinni ( Google Earth! ) Í þetta skiptið voru ofar menn óvenju stórhuga og ásettu sér að þessi ferð skyldi toppa allt sem gert hefur verið til þessa. Svo svakaleg átti ferðin að vera að ákveðið var að taka unglingana ekki með í þetta skiptið. Eftir að hafa fundað um ferðatilhögun og skoða leiðir, var ákveðið að taka smá rúnt um Esjuna, þar sem menn myndu fyrst hlaupa upp á Móskarðahnjúkana og svo skyldi skokka meðfram toppi Esjunnar upp á Hátind. Svo átti renna sér fimlega niður hlíðarnar til baka. Hæsti punktur í þessari ferð átti að vera Hátindur sjálfur sem er 909m hár og því aðeins 5m lægri en hæsti punktur Esjunnar. Varðandi nafnið Móskarðahnúkur Mikið var rætt um eintölu/fleirtölu nafnsins og því velt fram og til baka af hverju þessir hnúkar væru ekki allir saman kallaðir Móskarðahnúkar í stað þess að notuð er eintala. Eftir velting og eftirgrennslan, t.d. á heimsíðu stofnunar Árna Magnússonar , er niðurstaðan sú að allt frá aftari 19 öld hafa þessir hnúkar eða

Nú var farið í keilu, nei fyrirgefið, á Keilir!

3D mynd af gönguleiðinni ( Google Earth! ) Þessi ferð var með öðru sniði en hinar 4 sem meðlimir gönguklúbbsins höfðu farið áður. Að þessu sinni var ákveðið að gera þetta að nokkurs konar fjölskylduferð. Ellen, Þorgerður Erla, Gunnhildur og Stefnir ætluðu nú að koma með okkur og að sjálfsögðu Júlli garpur og var búið að ákveða að fara á Keilir á Reykjanesinu. Það er sem sagt keilulaga fjallið sem blasir við þegar maður er á fleygiferð eftir Reykjanesbrautinni, oftast á leið úr landi eða á heimleið eftir reisu til „útlandsins“. Því miður var Stefnir veikur og komst ekki með að þessu sinni. Góð stór "svindl" panoramamynd af Keili, tekin af Andrési: Nú var ákveðið að úrið hans Alfreds réði för enda hafði hann niðurhalað GPS gönguleið sem hann hafði fundið á netinu (þessi leið er í boði Leifs Hákonarson og finnst á Wikiloc.com: Takk Leifur!): Þegar búið var að smala saman öllu liðinu rúmlega kl. 09.00 var haldið sem leið lá á Reykjanesbrautina. Þegar keyrt var framhjá Kúagerði

Staðið á tindi fjallsins Tindstaðafjalls

3D mynd af gönguleiðinni ( Google Earth! ) Skírdagur rann upp og nýr göngudagur framundan. Stefnan var nú tekin á Tindstaðafjall sem er í mynni Hvalfjarðar, á „bakvið“ Esjuna þegar horft er frá höfuðborginni. Við vorum búnir að fresta þessari ferð einu sinni vegna slæmrar veðurspár en nú var brostið á með glampandi sól löngu áður en haninn á Árbæjarsafni gat sagt „Sæll“ við hænurnar og vakið þær af værum blundi með góðu gali! Alfreð, Andrés, Sveinn og Stefnir, og að sjálfsögðu garpurinn Júlli, voru komnir af stað rétt rúmlega 9 um morguninn og stefnan tekin á Kjalarnesið. Þegar þangað kom var stöðvað á vigtarplaninu við afleggjarann að Melavöllum og spáð og spekúlerað um áætlaða gönguferð. Spurning var um að ganga fyrir endann á Esjunni og upp með Blikdalsá og þaðan upp en við nánari skoðun var ákveðið að keyra sem leið upp í Miðdal sem er norðanmegin við Esjuna og skoða aðstæður þeim megin frá. Þegar við komum inn að Innri Tindstöðum stoppuðum við á litlu malarplani við veginn þar s